Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

ER ÞESSI ´FRÉTTAMAÐUR´ AF JÖRÐINNI?

Ekkert getur skuldbundið almenning í landinu og þar með æsku landsins til að borga ICESAVE-PENINGANA eins og ´fréttamaðurinn´ kallar það í sinni fáfræði.  Skuldbundið ungmenni þar til líf þeirra er hálfbúið til að vera skattaþrælar stórvelda í Evrópu.  Síðan hvenær urðu smáríki heimsins fjárhagslega og stjórnarfarslega ábyrg fyrir stórríkjum??

Engin lög voru um ríkisábyrgð á ICESAVE og ríkisábyrgð brýtur bæði gegn lagaákvæðum og stjórnarskrá.  Eftirlitið og leyfi bankans í öðrum löndum var þarlendra yfirvalda, ekki okkar.  Fall bankans og þjófnaður innan hans gerir okkur engan veginn sek.  Óhæfan sem þessi svokallaði ´fréttamaður´ og langtíma heitur ICESAVE-SINNI skrifar er næstum ekki leshæf og ekki svaraverð nema vegna hættunnar og skaðans sem slíkur ósómi gæti skapað okkur.  Embættismenn og pólitíkusar hafa bara alls ekki það vald að lofa útlendingum neinum ólögmætum skatti úr ríkissjóði.

Nú er þjóðin samkvæmt ´fréttakonunni´ orðin að löggjafa AÐ UNDIRLAGI FORSETANS. Halló, þú Þóra Kristín, forsetinn hefur einfaldlega farið að stjórnskipan landsins og hefur staðið með lýðræðinu, virt lýðræðið í landinu.   Megi forsetinn hafa miklar þakkir fyrir.  Og svo kallar ´fréttamaðurinn´ okkur LÝÐRÆÐISHER FORSETANS og kallar það RÚSSNESKA RÚLETTU að hafna að borga ólöglega og stórhættulega kröfu sem gæti gert okkur gjaldþrota.

Nenni ekki að fara nánar yfir allar brenglanirnar og skáldskapinn í þessum eymdarlega pistli manneskju sem rær hart að því að gera börnin okkar að skuldaþrælum að ósekju.  Samskonar kúgun hafa nefnilega Bretar og Hollendingar og önnur stórveldi Evrópu beitt lítil ríki um allan heim og valdið mikilli eymd og fátækt.  Fiji Islands eru þar á meðal.

Þóra Kristín, ekki skrifa um mál sem þú skilur ekki og enn síður um mál sem þú ætlar viljandi að skekkja og þvæla.  Við leyfum ekki innlendum leppum að ljúga að okkur og komast upp með að eyðileggja velferðarkerfið okkar og loka spítölum fyrir ólöglega rukkun sem við skuldum ekki.  Við fellum nauðungina 9. apríl næstkomandi, ellegar sækjum málið.  Í okkar lögsögu.

TÖKUM ICESAVE OG TROÐUM HONUM.


GERA ÆSKU LANDSINS AÐ ÞRÆLUM.


    Drengir í vinnuánauð.

Hollustumenn ICESAVE ánauðarinnar ættu að hætta að nota það sem rök fyrir þrældómi barna okkar hvað embættismenn og stjórnmálamenn í fyrri stjórnum lofuðu einu sinni útlendingum.  Og nota orð manna og viljayfirlýsingar sem aum og léleg rök fyrir að núna megi gera æsku landsins að nýlenduþrælum evrópskra stórvelda.

Ekki nokkru máli skiptir hvað pólitíkusar hafa lofað erlendum veldum, orð þeirra eru ekki og voru aldrei lög og gera ekki börnin okkar ábyrg fyrir geggjuðum glæpamannaskuldum.  Ekki einum eyri, hvað þá hundruðum eða þúsundum MILLJARÐA (1 milljarður = 1000 milljónir fyrir manneskjur eins og Jóhönnu sem rugla saman milljónum og milljörðum).  Og svo koma ríkisstjórnarhagfræðingar eins og Guðmundur Ólafsson, Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson og halda fram OPINBERLEGA þeim rakalausa þvættingi að ef við tökum ekki á okkur milljarða glæpinn muni það skaða okkur fjárhagslega.  Og ætla að kenna forsetanum um.  Fara alla leið til útlanda til að ljúga þessu.

Óvitrir og skaðlegir embættismenn og stjórnmálamenn hafa ekki það vald að brjóta lög og stjórnarskrá og veðsetja okkur að þeirra geðþótta og með valdi og gegn okkar vilja.  Nú verður að fara að stoppa þessa hættulegu stjórnmálamenn.  Málið snýst um að lögsækja lögbrjótana og fella ólögin með öllum ráðum.

Hef aldrei getað skilið hví enginn lögmaður eða hópur lögmanna, eða saksóknari ríkisins, hafi ekki kært neina stjórnmálamenn fyrir ICESAVE GLÆPINN.  Stjórnmálamenn ganga um og brjóta lög og stjórnarskrá og vaða yfir Hæstarétt og komast upp með það.  Stórskrýtið er það land þar sem það viðgengst að brjóta mannréttindi og það gegn lögum og stjórnarskrá landsins.

Engir peningar eru í ríkissjóði fyrir nauðunginni, enda er verið að loka sjúkrahúsum og ætlunin var að segja upp yfir 900 spítalastarfsmönnum fyrir langtum minni fjárhæð en ICESAVE OPNI OG ÓVISSI TÉKKINN yrði í besta falli.  Og þúsundir manna hafa flúið land.  Það eru ærulausir foreldrar og ærulausir menn sem þora ekki að standa upp gegn valdníðslu pólitíkusa og kjósa frekar að sættast bara á í fáfræði og roluskap að gera æsku landsins að vinnuþrælum.

NEI OG AFTUR NEI.

 

DAUTT MÁL?



ER ICESAVE OKKAR VANDAMÁL?: FÉLAGI ÓMAR SVARAR.

Smámynd: Ómar Geirsson Blessaður Lúðvík.

Hvað hefðir þú sagt að til að borga ICEsave skuldina, þá hefði hún gert eigur þínar og annarra í sjávarútveginum upptækar?

Ég vænti að þú hefði bæði tekið mark á þeirri yfirlýsingu, og þú hefðir ekki leitað til dómsstóla til ógildingar þeirrar yfirlýsingar.  Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, hvað er það????

Eða ertu ekki sjálfum þér samkvæmur??????????????

 
Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, ég skipti mér ekki almennt af skoðunum annarra, þeir færa fyrir þeim rök.  Undantekningin er Baldur Hermannsson, hann þarfnast yfirbótar.

En þar sem þú ert dæmi um mann sem færir alltaf rök, góð rök fyrir þínu máli, og þeir sem eru ósammála þér, þurfa þá að eiga rök á móti sem standast skoðun, þá gat ég ekki látið þessa færslu þína í friði.

Og góðfúslega benti ég þér á hvað hún þýddi.  

Yfirlýsingar ráðamanna eru ekki lög. 

Og þvingaðar yfirlýsingar ráðamanna eru ólög.  Það gildir um vilja ríkisstjórnar Geirs Harde að semja við breta, eftir að þeir stöðvuðu allt gjaldeyrisstreymi til landsins.

Legðu þetta saman, og reyndu að réttlæta stuðning þinn við núverandi ICEsave samning, án þess að fara með bull.  Mér þykir leitt að segja það, en tilvísun þín i yfirlýsingu ráðamanna er bull.

Sem betur fer, annars gætu þeir stjórnað öllu, framhjá lögum og stjórnarskrá.

Til dæmis, "allur kvóti innheimtur á morgun", eða "allir sem heita nöfnum sem byrja á L, þeir afhenda eigur sínar ríkinu".

Lúðvík, þú ert miklu betri en þetta, þú ert maður sem maður vitnar í, ég þarf að eiga rök á móti þeim skoðunum þínum, sem ég er ekki sammála.

Þessi rök eru ekki dæmi um það.

 

Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, þú rekur fyrirtæki, myndir þú lýsa því yfir að þú borgaðir allar skuldir allra í bænum, líka í næsta bæ, og í allri sýslunni.

Gott og vel, kannski gerir þú það, og það má vel vera að fólk tæki mark á þér, og færi að taka lán í trausti þess a þú borgaðir.  Og þegar að skuldadögum kæmi, þá myndir þú reyna að borga, myndir selja af þér hverja einustu spjör.

Og það dygði fyrir skuldum þínum, og kannski 4-5 nágrönnum þínum.  Eftir stæðu aðrir í bænum, næsta bæ, og í allri sýslunni.

Finnst þér líklegt að einhver tæki mark á þínum yfirlýsingum????

Nei, eins er það með þennan tryggingasjóð, hann lýtur sínum lögmálum og reglum, er fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum sem málið varðar, ekki ríkisvaldinu sem stendur á bak við.  Ef mörg fjarmálafyrirtæki eru í honum, þá ætti hann að þola áföll, ef þau eru fá, þá stendur hann verr. 

Þess vegna er ESB að hanna reglur sem gera ráð fyrir einum tryggingasjóð á einum markaði, tryggingasjóð ESB.

Ef hann hefði verið hugsaður á þeim forsendum að þú ábyrgðist hann, þá hefði það verið tekið fram, þín yfirlýsing dygði ekki.  Og af hverju er hún einskis metin, þrátt fyrir þinn góða vilja??'

Jú, þú hefur ekki getuna til þess. 

Þess vegna var ekki hannaður sjóður sem þú ábyrgðist.

Og þess vegna var ekki hannaður sjóður sem einstök aðildarríki ábyrgðust, vegna þess að þau geta það ekki, alveg eins og þú.

Lichenstein ábyrgist ekki Austurríki, Luxemburg ábyrgist ekki Belgíu, Holland ábyrgist ekki Þýskaland.  Vegna þess að það er ekki raunhæft, allar eigur viðkomandi landa duga ekki til.

Þetta er hugsunin Lúðvík á bak við tryggingasjóði þvert yfir landamæri, að þeir væru tryggingasjóðir fjármálafyrirtækja, eins og skýrt kemur fram í regluverkinu, ekki einstakra aðildarríkja.  

Slík trygging er líka andstæð hugsun fjórfrelsisins, sem er hugsað til  að fjarlæga ríkiskrumlur af markaðinum.

Já, Lúðvík, þegar tryggingasjóðir fara yfir landamæri, þá vil ég að reglur gilda.  Og lög.  Því annað stangast á við raunveruleikann, alveg eins og ef þú værir í ábyrgð fyrir meira en þú ræður við.

En þar fyrir utan, þá var ég ekki að skipta mér af þínum skoðunum, aðeins að benda þér á að þessi framsetning hér efst, væri ekki þinn stíll.

Vinur er sá sem til vamms segir.

 

Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, haltu þessum skoðunum á lofti sem víðast.

Um mínar skoðarni má lesa í frægum ræðum Churchil í breska þinginu í kjölfar Munchensamkomulagsins.  Ég er á móti ICEsave, jafnvel þó einhver reglusmiður hefði verið það heimskur að semja slík lög.

En margt má segja um ESB, en fagmenn semja reglur, kannski eru þeir að reyna hið óframkvæmanlega vegna sundurleitni sambandsins, en þeir reyna samt, á rökréttan hátt.

Rök mann eins og til dæmis Alain Lipitz, segja allt sem segja þarf.  Ég sagði það sama, löngu áður en ég vissi að ég hefði rétt fyrir mér.  Það er enginn svo heimskur að láta smáþjóðir ábyrgjast stórþjóðir. 

Og það er þetta regluverk sem tengir okkur við Bretland og Holland, fram að því datt engu það í hug að stjórnvöld í einu ríki væru í ábyrgð fyrir stjórnvöld í öðrum löndum, jafnvel þó þegnar þess væru með rekstur.

Og það grátlegast við allar þessa ICEsave samninga, er að þeir viðhalda þessu eitri sem þú lýsir.  Annars fer hinn meinti kostnaður úr 60 milljörðum í 220 milljarða.

Og, já ég er svo heimskur að trúa á endalokin, en ég set þetta í samhengi við stóra lánið frá AGS, þegar allt er lagt saman, þá gerist það sama hér og annars staðar, að of há lán verða þjóðinni ofviða.  Slíkt vald hafa stjórnmálamenn ekki..

Ástæða þess að ég kom hingað fyrst inn Lúðvík, fyrir margt löngu síðan, er heilbrigð skoðun þín á gildi framleiðslu, sem gengi hvers tíma tjáir.  ICEsave, AGS eru dæmi um andstæður þinna skoðana, vil ég meina.

Og ég vil meina, að engin uppbygging verði fyrr en fólk átti sig á því sem þú ert að segja hér, og mjög oft áður.  Gjörsamlega óháð föðurnafni þínu, þá kann ég að tækla rök, og ég skil rök.

Og styð þau rök sem ríma við mínar lífsskoðanir.

Ef nokkur maður myndi hlusta á rök í víðari samhengi, þá væri ég líka að blogga á svipuðum nótum og þú, um gildi þess að vera sjálfbær.  En það gera það fáir, og ógnin sem ég upplifi af ICEsave og AGS, er það sterk að ég fókusa aðeins á þau skrímsli.

Ég ítreka, ég virði skoðanir, fannst aðeins framsetning þín í þessu bloggi vera villandi.

Bið að heilsa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson

 

Kemur Ómar nokkuð í víggallanum og heimtar að ég eyði ofanverðu?

Voru þetta ekki opinberar upplýsingar, eða hvað??

Ef EFTA dómsstóllinn dæmir ekki eftir lögum, þá töpum við málinu: Ómar Geirsson.

Getur þjóðaratkvæði löghelgað ólöglegan samning??????: Ómar Geirsson. 

 


DAUTT MÁL?

Ólafur Ragnar Grímsson tekur við undirskriftunum á Bessastöðum í dag.
Forseti Íslands tekur við undirskriftunum gegn ICESAVE á Bessastöðum.

Ætti málið ekki að vera löngu dautt, eins ólöglegt og það er nú?  Nú býst ég ekki við að forsetinn skrifi undir 3ja ofbeldi alþingis í ódæðismálinu.  En hvað ef?  Já, hvað þá? 

Getur alþingi, forsetinn eða hluti þjóðarinnar kosið lögleysu og ofbeldi yfir hinn hlutann?  Og næst pínt hann til að borga ólöglega skatta vegna þess?  NEI.  Ekki heldur stærrihlutinn. 

Landslög og Evrópulög banna ríkisábyrgð á bankainnstæðum og 77. g. stjórnarskrárinnar leyfir ekki ICESAVE.  Nú, þá er málið búið, er það ekki?  Og snýst um að Hæstiréttur kasti kúguninni út í opið haf?

Stærrihlutinn getur nefnilega ekki brotið lög eða stjórnarskrána gegn minnihlutanum.  Stjórnarskráin er ætluð til að verja minnihlutann gegn ofbeldi og ofríki meirihlutans.  Og þó það væru allir landsmenn gegn einum manni.

Stjórnarskráin er líka ætluð til að verja okkur gegn ofbeldi, ofríki eða hvers konar skaða af völdum óhæfra eða skaðlegra stjórnmálamanna eða valdhafa.  Stjórnarskráin er ekki bara flott bók sem má rykfalla uppi í hillu.  Verður málið þá ekki fljótlega grafið ofan í kattasandi Jóhönnu?


NIÐURSTAÐA OKKAR ER SKÝR, STEINGRÍMUR.

Nú fyrir skömmu á þessum drungalega og skýjaða degi kusu ótrúlega 44 alþingismenn ICESAVE nauðungina yfir æsku landsins í 3ja sinn og gerðu daginn kolsvartan og niðurlægjandi fyrir foreldra þeirra: SKÝR NIÐURSTAÐA.  Líka fyrir gamalmenni sem hafa miklar áhyggjur af afkomu og velferð afkomenda sinna.  Og alþingi bætti ofan á skömmina og felldi 2 tillögur um að málið færi í dóm þjóðarinnar.  Maður er næstum orðlaus yfir endalausri ósvífni helferðarstjórnarinnar.  

Steingrímur heldur fram að niðurstaða alþingismanna og ICESAVE-STJÓRNARINNAR sé skýr.  Eins og við vitum það ekki.  Hefur það farið framhjá nokkrum manni að nánast það eina sem ríkisstjórnin hefur unnið við sl. 2 ár hefur verið að eyða skattpeningum okkar í bankana og vinna að því dag og nótt að gera gamalmenni og æsku landsins að skuldaþrælum evrópskra stórvelda?  Við bjuggumst vel við þessari útkomu um ICESAVE frá ykkur, Steingrímur. 

Nú fari vonandi að sjá fyrir endann á ICESAVE, segirðu Steingrímur.  Já, Steingrímur, en ekki með þeim hætti sem þú vilt.  Nú hafa nefnilega yfir 33700 manns á minna en 5 dögum skrifað undir undirskriftalista þar sem heitið er á forsetann að synja ómennskri kúgun ykkar gegn landsmönnum.  Við erum líka stálheppin að vera með lýðræðissinnaðan og mennskan forseta við völd og erfitt verður að trúa öðru en að sá mæti og vitri maður synji andstjórnarskrárlegri og kolólöglegri niðurstöðu ykkar, ÓLÖGUM YKKAR.


EFNAHAGSÁRÁS OG GLÆPUR.

Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson announces on January 5, 2010 in ReykjavÌk in a speech televised to the nation that he would not sign a controversial bill to compensate the British and Dutch governments over the failure of Icesave bank, instead
Forseti Íslands synjaði ICESAVE 5. janúar í fyrravetur.
 

Heitið er á forseta Íslands í nýrri undirskriftasöfnun gegn ICESAVE.  Heitið er á hann að synja undirskrift á ólögunum sem eru væntanleg frá alþingi á næstunni.  Tæplega 5 þúsund manns hafa nú þegar skráð sig:
SAMSTAÐA ÞJÓÐAR GEGN ICESAVE.  Það eru um 3 menn á hverri mínútu að meðaltali og með sama áframhaldi verðum við orðin 50 þúsund á 11,5 dögum.

ICESAVE glæpurinn er mesta niðurlæging og versta efnahagsárás og kúgun gegn okkur og börnum okkar fyrr og síðar.  Og fullkomlega óþolandi að alþingismenn og ríkisstjórnin skuli ætla að pína stórhættulega nauðung yfir landsmenn með öllum ráðum.  

Í fyrravetur kolfelldum við nauðungina í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hinsvegar dugði það ekki.  Ótrúlega fór fjármálaráðherra landsins langt úr vegi sínum á fund Breta og Hollendinga til að fá nú að semja um að kúgunin gegn okkur yrði örugglega endurtekin.  Hann fagnaði fundunum opinberlega.  Stjórnmálamenn vilja málið ekki í dóm fólksins og hafa enn ekki lært að það er alþýða landsins sem fer með fullveldið, ekki stjórnmálamenn.

Í 3ja sinn hefur núverandi ríkisstjórn, ICESAVE-STJÓRNIN, farið gegn vilja þjóðarinnar og samið um ólöglega ríkisábyrgð á ICESAVE, skuld einkabanka sem við erum engan veginn ábyrg fyrir og kemur okkur ekki við.  Hafði ríkisstjórnin leyfi til að fara aftur og semja um mál sem við felldum? 

Gegn okkar getu og vilja og gegn lagaákvæðum og stjórnarskrá fer alþingi og núverandi ríkisstjórn endurtekið fram með ósvífna rukkun Evrópuvelda gegn okkur.  Samt hefur enginn dómur fallið í málinu og dómur gegn okkur ólíklegur.  Þar fyrir utan eru sterkar vísbendingar um að ríkið nálgist gjaldþrot og verði gjaldþrota með ríkisábyrgð á ICESAVE.

E.S.: Getur alþingi eða hluti þjóðarinnar kosið lögleysu yfir hinn hlutann eða verður að kæra málið?  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband