Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

SIGURÐUR LÍNDAL: RÍKISSTJÓRNIN VIRÐIR EKKI ÞRÍSKIPTINGU VALDSINS.

Sigurður Líndal lagaprófessor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Í frétt í Vísi 16. mars sl. var neðanvert haft eftir Sigurði Líndal, lagaprófessor.  Nú er fréttin með Sigurði Líndal horfin úr Vísi.  Skrýtið:

Vísir - Stjórnlagaráð - til upprifjunar

16 mar 2011 ... Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing skal Hæstiréttur skera úr um gildi kosninga fulltrúa á þingið. Þetta gerði Hæstiréttur ...
www.visir.is/article/20110317/SKODANIR03/703179985

 

Núverandi ríkisstjórn brýtur lög og stjórnarskrá og veður yfir Hæstarétt að vild.  Sigurður Líndal sagði í mars um brot núverandi ríkisstjórnar sem gekk inn á svið dómsvaldsins og vanvirti þrískiptingu ríkisvaldsins:  

>Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing skal Hæstiréttur skera úr um gildi kosninga fulltrúa á þingið. Þetta gerði Hæstiréttur með ákvörðun 25. janúar 2011 og lýsti kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 ógilda.

Ákvörðun Hæstaréttar verður ekki hnekkt og með lagasetningu sinni fól Alþingi æðsta handhafa dómsvaldsins endanlegt úrskurðarvald. Ákvörðun Hæstaréttar er því í reynd hæstaréttardómur eða að minnsta kosti ígildi slíks dóms.

Nú liggur fyrir þingsályktun um að skipa 25 manna stjórnlagaráð og binda skipun þeirra og varamanna við þá sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings eða með öðrum orðum binda kjörið við hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru því umboðslausir.

Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dómsvaldsins.

Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni, eða að minnsta kosti sniðgengur hana. Um leið ómerkir þingið eigin ákvörðun um að fela Hæstarétti endanlegt ákvörðunarvald.

Ekki bætir úr þótt einhverjar málamyndabreytingar séu gerðar á hlutverki stjórnlagaráðs frá því sem ákveðið var um stjórnlagaþing.

Það má svo sem segja að þetta sé í samræmi við það sem nú tíðkast í umgengni við lög og reglur, jafnt í stjórnmálum sem atvinnulífi.

En gott væri að þeir sem hyggjast taka sæti í stjórnlagaráði hugleiddu stöðu sína og þá jafnframt hvort þetta sé gæfuleg byrjun á því að setja nýja stjórnarskrá.<

 
http://www.tidarandinn.is/node/281769

Ó, ÞÚ DÝRÐLEGA EVRÓPUVELDI.

Nigel Farage

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er Evrópusambandið skrímsli á jörðu?  Fyrrum andófsmaður gömlu Sovétríkjanna (USSR), Vladimir Bukovksy, óttast að Evrópusambandið sé að verða að nýjum Sovétríkjum.  Hann hefur varað við algjöru einræði sambandsins og segir það vera skrímsli sem verði að eyðileggja: http://www.brusselsjournal.com/node/865

Nokkrar upptökur beint úr sjálfu skrímslinu sem Nigel Farage (MEP: Member of the European Parliament) lýsir sem forræðissviptandi og lýðræðissviptandi og ólýðræðislegu bákni sem ráði yfir og stjórni 500 milljón manns:


CREEPING EU TOTALITARIANISM.

END OF NATIONS - EU TAKEOVER.

ICELANDERS DO NOT WANT TO JOIN THE EU.

THE LAST DAYS OF DEMOCRACY?  THE E-FILES. 

WHO THE HELL DO YOU THINK YOU ARE?

 


HVÍ EKKI YFIR 90% NEI GEGN KÚGUNARSAMNINGNUM?

FORSETINN12

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Kúgunarmálið er ekki búið þó það hafi verið fellt enn einu sinni og ekki einu sinni í nánd við að vera lokið.  Ekki með ætlaða sökudólga enn í alþingi, embættum, skólum og stjórn landsins.  Og út um allar kvíar.  Og enn enginn verið haldinn ábyrgur fyrir samsæri um glæpinn ICESAVE.

Nú ætti næsta skref í málinu að vera að gera opinbera starfsmenn og nokkra meðhjálpara lagalega ábyrga fyrir að ætla og vinna hart að að koma ólöglegri nauðung yfir samlanda.


Jafnframt ætti að kæra breska og hollenska ráðamenn fyrir að ljúga upp á okkur ríkisábyrgð sem var aldrei neinn fótur fyrir í neinum lögum.


Málið er ekki bara innlent mál ætlað til heimabrúks eins og Steingrími hættir við að lýsa kúgunarviðleitni breskra og hollenskra stjórnmálamanna.  Nei, málið kemur heiminum við. 


Við getum ekki og megum ekki leyfa kúgurum og slúðurberum að komast upp með að hafa ætlað að gera börnin okkar að skuldaþrælum erlendra velda að ósekju.  Málið er mannréttindamál og kemur öllum heiminum við. 

 

Hví sögðu ekki yfir 90% landsmanna NEI núna eins og í mars í fyrra?  Jú, það orsakaði fjárstuddur og ríkisstuddur og vel undirbúinn rógur og undirróður ICESAVE-STJÓRNARINNAR, blaðamanna og fréttamiðla Jóhönnu og co, seðlabanka Jóhönnu og heils hers erlendra og innlendra JÁ-MANNA sem mundu hafa hagnast af kúgunarsamningnum gegn okkur.  Og rógur´vitsmunablaðamanna´ eins og Jóhanns Haukssonar sem forsetinn rúllaði upp, Ómars Valdimarssonar sem brenglar fréttir í erlendum fréttamiðlum og Þóru Kristínar Einhverrar með sína öfugsnúnu rússnesku rúlettu.

 

Gleymum aldrei hótunum um kaldakol og Kúbur Norðursins ef við ekki játtumst undir glæpinn.  Þar fóru fremstir yfirfalsarar eins og Gylfi Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Jón Hannibalsson, Margrét Kristmannsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson, Vilhjálmur Egilsson, Vilhjálmur Þorsteinsson.  Kallast þetta ekki úrkynjun??


Ekkert var eðlilegt við 59,9% NEI-ið.  Ólöglegt mál ætti aldrei að komast í gegnum löggjafarvaldið og skapa hættu á kúgun gegn hinum sem segja NEI. 


FORSETINN OKKAR STERKASTI LEIÐTOGI.

Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, er okkar langhæfasti leiðtogi að mínum dómi.  Hann hefur nánast einn leiðtoga skýrt mál okkar og stöðu vegna ICESAVE erlendis.  Og ötullega.  Mest af öllu kom forsetinn í veg fyrir ólýsanlega niðurlægingu íslensks almennings þegar hann skrifaði ekki undir kúgunarsamninginn. 

Hinn almenni maður hefur líka orðið að verjast í erlendum fjölmiðlum þar sem ekki gerði ríkisstjórnin það.  Ríkisstjórnin hefur aldrei komið fram opinberlega og lýst yfir að krafa Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á ICESAVE standist engin lög.  Og enn síður staðið í lappirnar gegn kröfunni.  Og það er forkastanlegt.  Ögmundur gerði það að vísu en við misstum hann að lokum ofan í svartholið. 

Jóhanna hefur frá upphafi málsins heimtað ríkisábyrgð.  Óhæfu Jóhönnu hefur verið haldið fast uppi af hverjum einasta manni í hennar flokki og ríkisstjórninni sem heild, ICESAVE-STJÓRNINNI.   Ítrekað skal Jóhanna fara fram opinberlega og eyðileggja málstað okkar lofandi öllum heiminum að við ætlum að borga ´SKULDIR OKKAR´ eins og það komi ríkisábyrgð á ICESAVE við.

Óskiljanlega Evrópuríkislöngunin hefur verið mesti skaðvaldurinn.  Vilji og ætlun flokksins og fylgjenda var að fallast á allar grimmilegu og ólöglegu kröfur evrópsku ríkjanna nánast óséðar og styggja þau ekki.  Gæti skemmt fyrir ´þið vitið´.  Og stefna ríkiseigum í stórhættu.  Þann veikleika hafa rukkararnir oft notað, dæmin eru endalaus.  Og gera enn í dag eins og ekkert væri:
Holland hindri ESB-aðild og samvinnu við AGS

Hver skuldar hverjum hvað? Er kristilegt að seilast eftir fé okkar?

Óttast fordæmi Íslands

Forysta VG og mest allur flokkurinn hlýddu eins og mýs þó nokkrir þeirra hafi hafnað kúgunarsamningnum.  Víst vildi Steingrímur alls, alls, ALLS ekki að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist aftur að völdum og ætlaði að hanga og hanga límdur við sætið þó hann sökkti landinu í sæ fyrir.

 

Í BBC:

UK &#39;will get Iceland money back&#39;


 Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson
Mr Grimsson had refused to sign the latest repayment plan, triggering the referendum.

Iceland&#39;s President Olafur Ragnar Grimsson has said that the UK and the Netherlands will get back the 4bn euros (£3.5bn) they paid when Iceland&#39;s banking system collapsed in 2008.

That is despite the country rejecting the latest repayment plan in a referendum at the weekend.

Mr Grimsson told the BBC assets from the collapsed bank Landsbanki would "in all likelihood" cover what was owed.

The UK has said the matter will go to an international court.

Iceland&#39;s three main banks collapsed in October 2008.

Landsbanki ran savings accounts in the UK and the Netherlands under the name Icesave.

When it collapsed, the British and Dutch governments had to reimburse 400,000 citizens - and Iceland had to decide how to repay that money.

Guarantee question.
 
The weekend result marked the second time a referendum has rejected a repayment deal.

Mr Grimsson said that it was not an issue about paying or not paying, but a question of whether there is a state guarantee and how that would be interpreted under the European regulatory framework.

"I think the primary message [from the referendum] is that before ordinary people are asked to pay for failed banks, the assets inside the estate of these banks should be used to pay the subs," Mr Grimsson told Radio 4&#39;s Today.

"That is why the people of Iceland emphasised that Britain and the Netherlands are going to get certainly up to $9bn out of the estate of Landsbanki.

"The first payment will be this December, and in all likelihood this will cover what was paid by Britain and the Netherlands two years ago.

"But to ask for a state guarantee and that ordinary people should shoulder the responsibility is highly doubtful and definitely can be disputed within the European legislative framework."

But he added that if the matter did end up in an international court, "of course" Iceland would abide by the court&#39;s ruling.

UK ´will get Iceland money back´

 

mbl.is
Loksins, loksins

HÆTTIÐ AÐ RAKKA NIÐUR FORSETANN.

FORSETINN 3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú koma ICESAVE stuðningsmenn hver á fætur öðrum upp úr holunum og rakka niður forsetann fyrir að vinna vinnuna sína og verja lýðræðið í landinu.  Og verja þjóðina gegn fordæmalausri kúgun og löglausri kröfu bresku og hollensku ríkisstjórnanna,  Evrópusambandsins og íslensku ríkisstjórnarinnar, ICESAVE-STJÓRNARINNAR og annarra norrænna ríkisstjórna sem eru sorglega illa upplýstar í málinu. 

Líka menn sem sjálfir hafa löngu glatað öllu trausti landsmanna eins og Björn Valur Gíslason og Jóhanna Sigurðardóttir.  Eins og þau tvö hafi nú efni á að gagnrýna nokkurn mann, hvað þá rakka niður forsetann sem nánast einn Íslendinga hefur varið okkur á erlendri grundu.  Nú hefur sænskur dálkahöfundur bættst í hópinn og rakkar niður forsetann í sænsku blaði og það er bæði óþolandi og sorglegt. 

ICESAVE-STJÓRNIN og stjórnarflokkarnir hafa skaðað okkur stórkostlega erlendis og ekkert varið okkur, nema Ögmundur.  Og hann glataðist okkur samt í lokin.  Ýmsir landsmenn og líka heimurinn er alltof illa upplýstur um málið og lætur eins og við séum að ræna Breta og Hollendinga þegar það sanna er að við, íslenskir skattþegar og íslenska ríkið, skuldum þeim ekki neitt.  Enginn dómur hefur fallið þar um. 

Þar fyrir utan fá Bretar og Hollendingar gífurlegar fjárhæðir úr þrotabúi Landsbankans, 7-9 MILLJARÐA Bandaríkjadala örugga eða yfir það og 700-900 MILLJARÐA ísl. króna minnst eða yfir 1000 MILLJARÐA.  Og ICESAVE-STJÓRNIN og stjórnarflokkarnir segja ekki orð um það.  Nei, steinþegja það í hel eins og allar lagalegar varnir okkar sem við nú þegar höfum í málinu og höfum alltaf haft.  

FORSETINN Á BLAÐAMANNAFUNDINUM Á BESSASTÖÐUM Í GÆR:


RISAVAXNAR UPPHÆÐIR.

ÆTLAR AÐ TALA MÁLI ÍSLANDS.

FORSETINN Í SÍMA VIÐ BLOOMBERG:

ÖMURLEG FRAMMISTAÐA MOODY´S.


MICHAEL HUDSON: GRIMMD GEGN ÍSLENDINGUM.

Hudson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Michael Hudson.

Michael Hudson, bandarískur prófessor í hagfræði við University of Missouri í Bandaríkjunum og fyrrum hjá AGS, skrifar á vefinn Global Research í dag: Íslendingar munu greiða atkvæði um hvort áratugir fátæktar, gjaldþrota og fólksflótta taki við í hagkerfinu. 

Hann heldur að nú sé verið að framkvæma grimmilega tilraun á Íslendingum.  Hann lítur svo á að uppgjöf felist í afstöðu Samfylkingarinnar og hluta þingflokks VG að samþykkja beri samninginn.  

Hann segir það setja slæmt fordæmi um alla Evrópu að samþykkja ICESAVE og segir að skuldakreppa margra ríkja sé sem kunnugt er stærsta einstaka viðfangsefni Evrópusambandsins og sautján ríkja evrusvæðisins.

Will Iceland Vote “No” on April 9, or commit financial suicide?

 

Nýlegir pistlar um stuðning Michael Hudson við okkur og gegn ICESAVE kúgunarsamningnum: 

Michael Hudson: verið að framkvæma „grimmilega“ tilraun á Íslendingum

Michael Hudson: óskiljanlegt af hverju ísl. stjórnvöld stefna efnahagslegri framtíð þjóðarinnar í voða; greiðslugeta landsins var ekki metin

MICHAEL HUDSON ÍSLANDSVINUR: ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR.  FELLIÐ ICESAVE.


MICHAEL HUDSON ÍSLANDSVINUR: ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR. FELLIÐ ICESAVE.

michael hudson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bandaríski hagfræðiprófessorinn Michael Hudson heldur að íslensk stjórnvöld komi ekki fram af heilindum í málflutningi sínum í ICESAVE málinu.

Hann hvetur Íslendinga til að hafna ICESAVE og segir að þannig afli Íslendingar sér fleiri vina en með því að samþykkja kröfur Breta og Hollendinga.

“Íslensk stjórnvöld halda því fram að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ef þessi fullyrðing á við rök að styðjast væri um alþjóðlega fjárkúgun að ræða sem er ólögleg samkvæmt reglum Evrópusambandsins,” segir Hudson.

“Það má hins vegar aldrei gleyma því að þeim manni, sem hvað harðast gekk fram í því að berja á og kúga Íslendinga í þessu máli, Gordon Brown, var sparkað frá völdum í síðustu kosningum. Flokkur Browns, Verkamannaflokkurinn, missti völdin í Bretlandi og því er hótunin sérstaklega innantóm.”

“Þegar ungt fólk sér ekki fram á að geta skapað sér bærilega framtíð í heimalandinu og flytur út, sortnar illilega yfir framtíð heimalandsins sjálfs.”

MICHAEL HUDSON: SKULD SEM ER EKKI HÆGT AÐ BORGA VERÐUR ALDREI BORGUÐ.

MICHAEL HUDSON: WILL ICELAND VOTE NO ON APRIL 9 OR COMMIT FINANCIAL SUICIDE?

MICHAEL HUDSON: ICELAND SHOULD NOT PAY ICESAVE. 

Já, það sagði bandaríski hagfræðiprófessorinn og Íslandsvinurinn, Michael Hudson.  Hann er einn af fjölda útlendinga sem hefur alltaf staðið með okkur í þessu máli, alveg frá upphafi.  Heimurinn í heild, almenningur heimsins, líka breskur og hollenskur almenningur, stendur með okkur gegn þessu kúgunarmáli.  Líka fremstu fréttamiðlar heims eins og bandaríska blaðið Wall Street Journal og breska blaðið The Financial Times.  Þau standa ekki með breskum, hollenskum og íslenskum stjórnvöldum sem ætla að kúga okkur og hafa okkur að féþúfu af annarlegum og gruggugum toga.


Í LOK MARS SKRIFAÐI MICHAEL HUDSON:

ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR:


Thank you for this letter.

Actually, Iceland has the authority NOT to pay these debts. It is a basic principle of eocnomic law — and indeed, of moral society — that no economy should be forced into a situation where the public takes such great responsibility for lawbreakers that it must submit to emigration to escape debt.

There is no reason for Iceland to revert to feudalism, depopulation, emigration. The basic economic principle is that “A debt that cannot be paid under normal circumstances, should not be paid.”

There also is a basic principle that creditors should take responsibility for bad loans.
So what amazes me is how Iceland is not pressing its natural rights in this case — not to speak of its legal rights, that already exist.

Evidently that requires a replacement of many current members of the Althing. I wish I could be brought there to help you.

Sincerely,
Michael Hudson


http://www.svipan.is/?p=22792

KÚGUÐU BRETAR OG HOLLENDINGAR BANDARÍKJAMENN?

lehman

 

 

 

 

 

 

 

Hví ætli breska ríkisstjórnin hafi ekki elt uppi bandaríska ríkisborgara og bandarísk stjórnvöld þegar LEHMAN BROTHERS féll þarlendis, í Bretlandi, í september, 08, og heimtað ríkisábyrgð?  Og hótað þeim öllu illu?  Fjöldi breskra ríkisborgara tapaði peningum á falli bandaríska bankans LEHMAN BROTHERS þar. 

Liggur það kannski ekki í augum uppi?  Lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´.  Og ef lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´ verður engin ríkisábyrgð.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum og hvaða landi heims sem er hefðu hlegið sig máttlaus yfir rukkuninni.  Og eftir hláturskastið staðið upp eins og menn og sagt NEI og verið þið blessaðir.  Og hafið þið mál að sækja verðið þið að sækja það fyrir dómi og samkvæmt lögum.  

Ekki á Íslandi.  Meðan við erum með ríkisstjórnarflokka við völd sem eru með Evrópusýkina, geta evrópsk veldi bara skrifað póstkort og fengið jafnóðum frjálsan aðgang að skattpeningum okkar eins og ekkert væri sjálfsagðara.  Kannski líka varðskipum okkar ef út í það er farið.  Nei, bresku og hollensku ríkisstjórnunum hefði aldrei dottið í hug að kúga bandarísk stjórnvöld þó þeir þori að niðurlægja og níðast á peðinu í norðri. 
 

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ HÓTUNUM.


NEI, VIÐ ERUM EKKI DRULLUSOKKAR.

Maður nokkur, ÞORBERGUR STEINN, spyr í Pressunni hvort við ætlum að verða drullusokkar og meinar ef við borgum ekki kúgunarsamninginn ICESAVE.  

Hann kemur þarna með langar og merkilegar stærðfræðilegar skýringar og útreikninga um hagstæði kúgunarinnar fyrir okkur en minnist ekki einu orði á ólögmæti rukkunarinnar.  

Forsendur mannsins eru þannig forhertar og rangar og geta ekki verið teknar alvarlega. 
Og ég nenni ekki einu sinni að hugsa um eða skilja útreikninga hans í samhenginu sem hann vill að við gerum.  

Hann getur líka ekkert vitað hver endalok málsins verða og ætti ekki að koma fram með neina útreikninga á kolröngum forsendum fyrir okkur hin.   Hefði málið farið fyrir dóm og við dæmd til að borga værum við fyrst komin með alvöru forsendur fyrir alvöru mál. 

Maður með fullu viti og minnsta manndóm semur ekki eins og aumingi eða óviti um handrukkunarkröfu við villimenn.  ALDREI.  Og það eru næg rök til að segja NEI.  Við ætlum ekki að vera  DRULLUSOKKAR og segjum NEI.  Við viljum að farið verði að lögum.

 


ÉG ER EKKI GLÆPAMAÐUR, SAGÐI BJÖRGÓLFUR THOR.

I AM NOT A CRIMINAL, INSISTS BILLIONAIRE BEHIND ICESAVE
 
One of the billionaires behind collapsed internet bank Icesave and its parent Landsbanki has denied being "a criminal" in a dramatic interview about Iceland&#39;s banking crash.

07 Mar 2010

Björgólfur Thor Björgólfsson spoke out in a new film ahead of Iceland&#39;s crucial referendum on whether to bear the €4bn (£3.6bn) cost of Icesave&#39;s failure.

Over the weekend, more than 90pc of Iceland&#39;s electorate voted against a deal that would see the country pay back Britain and Holland for compensating 400,000 savers in the two countries.

Mr Björgólfsson and his father, Björgólfur Gudmundsson, the former owner and chairman of West Ham FC, owned 41pc of Landsbanki before it collapsed in October 2008. Asked what he would say to people who describe the bank&#39;s owners as criminal, Mr Björgólfsson replied: "I have nothing to say to them. I am not a criminal and never have been." He then detaches his microphone and walks off.

Já, það sagði MILLJARÐAMÆRINGURINN fyrir ári síðan.  Nú kom samt frétt í Telegraph í dag eins og segir í MBL, um YFIR 30 MILLJARÐA sem  hafi verið færðir út úr bankanum MEÐ ÓLÖGMÆTUM HÆTTI sama dag og hann var þjóðnýttur:

LANDSBANKI ´ILLEGALLY´ MOVED FUNDS JUST BEFORE ITS COLLAPSE.

The failed Icelandic bank, illegally transferred millions of pounds of British savers&#39; money to related party institutions in the hours before it collapsed.

Fram kemur að meirihluti fjárhæðarinnar hafi farið til fyrirtækja í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og föður hans Björgólfs Guðmundssonar og að Björgólfur Thor, sem búi í London, sé einn af auðugustu mönnum heims. Telegraph segir að eignir hans séu metnar á einn milljarð Bandaríkjadala.  

Já, hann er víst enn einn af ríkustu mönnum heims.  Og nú á að níðast á okkur með grímulausum kúgunarsamningi.  Kallast það ekki fársjúkt??  Hví hefur ICESAVE-STJÓRNINNI ekki enn verið stefnt fyrir að brjóta lög og stjórnarskrá og níðast á þjóðinni??? 

VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON hinn ótrúlegi og ótrúverðugi er núna ósvífinn JÁ-MAÐUR í JÁ-HÓPNUM og berst af hörku fyrir að koma nauðunginni ICESAVE yfir saklaus börn og illa stödd gamalmenni.  Kúgunarsamningnum sem var lagaður til varnar hinum seku.  Hvað fær hann fyrir það??  Hvert fóru peningarnir, VILHJÁLMUR??

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUN.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband