LANDSSALA EÐA ÆTLAR RÍKISSTJÓRNIN AÐ GEFA LANDIÐ?

GETUR ÞAÐ VERIÐ AÐ EITT FYRIRTÆKI OG ERLENT FYRIRTÆKI, MAGMA, MEGI EIGA TÆPAN 100% HLUT Í INNLENDU ORKUFYRIRTÆKI, HS ORKU?

HS Orka. Mynd úr safni.

HS Orka.

EN SAMKVÆMT FRÉTT Í RUV Í DAG, GETUR VERIÐ AÐ MAGMA KAUPI ENN STÆRRI HLUT Í HS ORKU OG ENDI UPPI MEÐ TÆP 100% AF INNLENDU ORKUFYRIRTÆKI, HS ORKU.  ER ÞETTA EKKI BRJÁLÆÐI???  ER ÞAÐ LÖGLEGT?  OG VAR ÞAÐ EKKI ÆTLUN GGE OG MAGMA FRÁ UPPHAFI?  ÆTLA ÍSLENSK STJÓRNVÖLD Í ALVÖRU AÐ GEFA OG SELJA LANDIÐ ALVEG UNDAN FÓTUM OKKAR???  ICESAVE-STJÓRNIN ER NÚ KOMIN LANGLEIÐINA MEÐ AÐ GEFA OG SELJA LANDIÐ, MEÐ SKIPULÖGÐUM ICESAVE-GLÆP GEGN OKKUR.  OG HVERJUM SELDU ÞEIR BANKANA???  OG NÚ ER KANADÍSKUR MILLJARÐAMÆRINGUR AÐ TAKA YFIR INNLENT ORKUFYRIRTÆKI.  VILL ICESAVE-STJÓRN HINNA STÓRHÆTTULEGU JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR OG STEINGRÍMS J. SIGFÚSSONAR EKKI BARA GEFA LANDIÐ OKKAR???
OKKUR MUNAR EKKERT UM ÞAÐ, VIÐ ERUM SVO ROSALEGA RÍK.

Helst 1

 

FRÉTT RUV SEGIR:
=====================================================

Magma Energy og Geysir Green Energy eiga í samningaviðræðum um kaup Magma á 52% hlut Geysis Green í HS orku. Kauptilboð er væntanlegt, en verði af sölunni mun HS Orka verða í 98% eigu Magma.

Dótturfélag Magma Energy í Svíþjóð, Magma Energy Sweden AB, á um 46% hlut í HS orku. Geysir Green Energy, sem er orkufélag í eigu Atorku, Íslandsbanka og fleiri, á um 52% hlut. Sveitarfélögin Reykjanesbær, Grindavík, Garður og Vogar eiga tæp 2%. Félögin hafa átt í samningaviðræðum undanfarið um kaup Magma á hlut Geysis Green, en verðmæti hlutarins er á bilinu 10-20 milljarðar króna.

Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green, segir að í lok síðasta árs hafi sú ákvörðun verið tekin hjá GGE að lækka þyrfti skuldir með sölu eigna. Allar eignir fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafi verið seldar, en ekki hafi verið tekin ákvörðun um sölu annarra eigna.

Alexander vill ekki tjá sig um hvernig samningaviðræðurnar standi, en heimildir fréttastofu herma að þeim miði vel og von sé á kauptilboði frá Magma á næstu dögum. Á morgun er stjórnarfundur í HS orku og er Ross Beaty, forstjóri og aðaleigandi Magma Energy á leið til landsins vegna hans. Hann hefur lýst yfir áhuga félagsins á að eignast stærri hlut í HS orku í samstarfi við innlenda fjárfesta til að mynda lífeyrissjóði, en fjármálaráðherra brást harkalega við síðasta sumar þegar Magma jók við fjárfestingu sína í félaginu, og vildi að erlent fyrirtæki gæti ekki eignast meira en 50% hlut í innlendum orkufyrirtækjum. Alexander segist ekki geta sagt fyrir um viðbrögð verði af sölunni.

FRÉTTIN Í RUV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Var einmitt að reka nefið í þessa frétt, og eitthvað svipað fór í gegnum huga mér.  

Bloggaði því um það, meira til að fá fólk til að hugsa.

En ef Sjálfstæðismenn bakka upp þennan gjörning, þá er það rétt, þeir hafa ekkert lært.  Og andstaða þeirra við ICEsave og AGS og annað sem þeir taka undir í bloggheimum er þá af því meiði að æsa til andstöðu gegn sitjandi ríkisstjórn, sem er óvart að framkvæma þeirra stefnu, en þeir vilja gera sjálfir.

Þetta er nefnilega grundvallarmál, þetta er framkvæmt í leyndarhyggju, fólk er síðan látið standa frammi fyrir orðnum hlut, og þetta er réttlætt með sama kjaftæðinu og Hrunið var réttlætt með, Bla, bla , bla, og allir verða svo ofsalega ríkir.

Sá tími er því miður að koma að fólk þarf að taka afstöðu til mála eftir dómgreind, ekki eftir flokkshollustu.  Hagsmunatengslin við auðmenn og leppa þeirra virðist  vera sá þráður sem vefur alla þræði í framtíð okkar. 

Og er  það það sem við viljum????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við ættum að spyrja okkur hvort það skipti einhverju máli hver er eigandi að fyrirtæki sem nýtir innlenda orkugjafa til orkuframleiðslu. Í engu tilviki kemur almenningur til með að hagnast á framleiðslunni sjálfri. Það sem skiptir máli er að laga-umhverfi orkufyrirtækja sé þannig að eigendur hagnist ekki úr hófi. Þetta verður að tryggja með lagasetningu og samkeppni.

 

Ég fæ ekki séð að á einhvern hátt sé æskilegra fyrir landsmenn að erlendir aðilar sem hér vilja fjárfesta komi frá Evrópusambandinu. Eins og flestir vita er landið opið fyrir uppkaupum af fyrirtækjum innan hins ógæfulega Evrópska efnahagssvæðis. Ef einhverja ætti að útilokar, þá eru það fyrirtæki frá nýlenduveldunum.

 

Ráðamenn verða að gera upp við sig, hvort landið er opið eða lokað. Ef landið er opið fyrir erlendar fjárfestingar, þá eiga allir útlendingar að sitja við sama borð. Þannig er hagsmunum almennings bezt borgið. Eru menn ekki annars búnir að fá nóg af innlendum fjárglæframönnum ? Varla eru útlendingar verri.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.5.2010 kl. 16:05

3 identicon

Heil og sæl Elle; æfinlega - líka sem og aðrir skrifarar, hér á síðu !

Elle !

Eins; og ég hefi margsinnis tekið fram, á minni síðu, sem víðar, verðum við að losna við glæpaflokka : D - B - S og  V lista, frá þeim kjötkötlum, sem þeir hafa nærst við, truflunarlaust - allt of lengi. Til þess; að sporna við svona gjörningum, meðal annars, gott fólk.

Því; hvet ég, sem fyrr, til allsherjar atlögu, við puntudúkkur hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfarsins, hér á landi, með ÖLLUM tiltækum ráðum, vonkona góð.

Með; sæmilegum kveðjum, úr Árnesþingi, með tiliti til aðstæðna frænda minna, Rangæinga og Skaftfellinga, þessi misserin /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 16:18

4 Smámynd: Elle_

Takk, Ómar, Loftur og Óskar Helgi.  Persónulega held ég ekki að neinn einn maður eða eitt fyrirtæki, og hvort sem er MAGMA eður ei, ætti að mega ráðskast með tæp 100% af neinu orkufyrirtæki í landinu.  Loftur, nei ég held ekki að innlendir menn væru neitt skárri, alls ekki, og jú, við erum sko löngu búin að fá nóg af innlendum glæpamönnum.  Og nei, ekki væri nú heldur skárra að eigendurnir kæmu frá Evrópu.  Ætti ekki bæjarfélagið sjálft eða ísl. ríkið að reka orkufyrirtæki landsins???  Hvaða fjárfestingar hafa komið frá MAGMA?  Engar, mér vitandi.

Elle_, 15.5.2010 kl. 17:07

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Elle. Þetta eru svik við landið og brot gegn anda laganna, sem þeir krækja fram hjá, bjuggu sér nýlega til löglegt fordæmi til þess.

Þeir eiga ekki mikið eftir, spilltu vinstri flokkarnirnir, af því að svíkja sínar gömlu hugsjónir eða snúa þeim á haus. "Stjórn alþýðunnar" og "lýðræðis" stendur fyrir því að leggja ólögvarðar kröfur á þjóðina og hefur barizt leynt og ljóst gegn retti þjóðarinnar til að skera úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu; vill helzt taka málskotsréttinn af forsetanum og alls ekki leyfa í staðinn þjoðaratkvæðagreiðlu um fjárhagsmál ríkisins.

Steingrímur, sem áður barðist gegn afskiptum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er nú í bandi hjá þeim og ætlar (eins og visst húsbóndahollt húsdýr) að hlýða skipun AGS um að láta fara fram uppboð á þúsundum heimila í haust.

Viðsnúningur þessa pólitíska vindhana er mjög afgerandi, eins og lesa mátti í þinni frábæru grein STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTÆÐINGUR.

Og nú bætist það ofan á, að þessi úr sér gengni sósíalisti ætlar að opna landið enn "betur" fyrir erlendum auðhringum til að selja þeim orkulindir landsins. –Ja, svei!

Jón Valur Jensson, 15.5.2010 kl. 17:26

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa í 2. línu: ólöglegt fordæmi ...

Jón Valur Jensson, 15.5.2010 kl. 17:27

7 Smámynd: Elle_

Já, takk Jón.  Já, Steingrímur er öfugsnúinn og orðinn jafn hrollvekjandi og öll landssölu-fylking Jóhönnu og Össurar, Össurar, sem hefur nú séð GLUGGA OPNAST fyrir ICESLAVE eftir kosningar í nýlenduveldunum 2, sem ætla að kúga okkur. 

Og við hrollvekjuna hefur bættst Gylfi Magnússon og hjálpar þeim við ódýra sölu allra skuldabréfa RÍKISBANKANNA í hendur leynifélaga og væntanlega gróðaníðinga.  Og sem með dyggri hjálp AGS og Icesave-stjórnarinnar munu ræna hverjum síðasta eyri af skuldurum landsins og kasta þeim og fjöldkyldum þeirra út í ræsið í október næstkomandi.  

Já, INN með AGS og gróðaníðinga.  Og ÚT með forsetann, hann gæti bjargað okkur í óþökk Icesave-stjórnarinnar.   Já, hin ósvikna og hrollvekjandi velferðarstjórn.  Pólitíkusar verða ekki upp til hópa kallaðir mannvinir.  Heldur eru þeir ósviknir svikarar upp til hópa.   

Elle_, 15.5.2010 kl. 19:02

8 Smámynd: Elle_

Ekki fjöldskyldum, heldur fjölskyldum. -_-

Elle_, 15.5.2010 kl. 19:04

9 Smámynd: Ómar Geirsson

He, he Elle, nú heyrði ég lúðrahljóm og Nallann óma í fjarska.

Héðan af getur aðeins tæpitunga bjargað þjóðinni, ekkert væl.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 19:53

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli okkur veiti nokkuð af því að hafa forseta sem sýnt hefur dug til að draga valdið til þjóðarinnar þegar valdníðsla ríkisstjórnar rennur gegn um Alþingi eins og tær fjallalækur?

Óskert eignrhald þjóðarinnar á auðlindum hannar er fyrirvaralaust í mínum huga.

Hér er engin hægri stefna né vinstri stefna í stjórnsýslu. Hér eru aðeins mismunandi útfærslur af pólitískri heimsku, kjarkleysi og vanburðum af öllum toga nema rembingi og orðaþeytingi.

Knéföll fyrir erlendu valdi og hótunum hljóta að vera orðin þreytandi fyrir stjórnmálamenn sem komnir eru vel yfir miðjan aldur.

Árni Gunnarsson, 16.5.2010 kl. 00:16

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Árni !

Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 00:31

12 Smámynd: Elle_

Já, takk Ómar og Árni.  Já Ómar, lúðrahljómsveitin kom og tók lagið í kannski um 50 millisekúndur.  Erum við skæruliðar þá ekki að styrkjast???  Og Árni, ég vil líka hafa allar auðlindir hjá þjóðinni og engum nema þjóðinni og hvort sem er fiskur, orka eða vatn. 

Og það er gjörsamlega óviðunandi að einn maður eða eitt fyrirtæki, og hvað þá skúffufyrirtæki með enga fjárfestingu, eignist hátt í 100% af orkufyrirtæki í landinu.  Það er arðrán að mínu viti og hvort sem það er erlendur eða innlendur aðili.   Engan kapítalisma, eða eins lítinn og unnt er, fyrir auðlindir landsins.  Hann verður að haldast að langstærstum hluta hjá þjóðinni þar sem hann á heima.  

Elle_, 16.5.2010 kl. 00:44

13 Smámynd: Elle_

Já, Jón, hann Árni var góður þarna.  Já, valdníðsla ríkisstjórnarinnar rennur gegnum Alþingi eins og tær fjallalækur.  

Elle_, 16.5.2010 kl. 00:55

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hættulega við brot þessara manna gegn anda laganna er líka það ólöglega fordæmi sem þar er gefið, enda nægja þeim nú ekki 46%, heldur 98%, og næsti bær er Landsvirkjun! (sem er nú þegar í hlutafélagsformi). Þar með væri – fyrir tilstilli sósíalísku flokkanna! – verið að gefa grænt ljós á að selja auðlindir okkar til erlendra auðhringa! Landsvirkjun hefur safnað til sín vatns- og virkjunarréttindum víða um land – er þetta nú allt falt? Hvort eiga erlendir auðjöfrar (eða leppar gömlu útrásarmannanna íslenzku) að mæta á skrifstofu Jóhönnu eða Steingríms til að krækja sér í bita?

En til hvers væru þeir að fjárfesta í þessu? Jú, virkjunarréttindin geta verið margfalt meiri en það, sem virkjað hefur verið. Bæði raforka (t.d. jarðhitaorkan á Torfajökulssvæðinu) og heitt vatn getur gefið gríðarlega af sér, t.d. er nú komið í ljós, að sáralítið hitatap verður af flutningi heits vatns í tankskipum til Færeyja, og þetta gæti orðið til geysilegrar tekjuöflunar með sölu heits vatns til Skotlands, Írlands, Englands og víðar, enda i yfirburða-samkeppnisaðstöðu í samanburði við gas, kol og (kjarnorkuvera-)raforku.

Þar að auki vita þessi auðfélög, að raforka er hér afar ódýr miðað við bæði Evrópu og Ameríku, en flest annað tiltölulega miklu dýrara hér á landi. Þess vegna sjá þeir sér auðvitað færi á að komast hér í ráðandi stöðu á markaði og geta svo í krafti þess stórhækkað raforkuverð til almennings!

Já, hver er afstaða ríkisstjórnarinnar? Eða hringir hún fyrst til Brussel og í AGS að spyrja, hvað henni leyfist?

Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 01:05

15 Smámynd: Elle_

Jú, Jón, vitfirringin í stjórninni heldur sig örugglega þurfa fyrst leyfi Bandaríkja Evrópu fyrir öllu.  Og já, þarna hittirðu naglann á höfuðið með stórhækkað raforkuverð. 

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að ef gróðaníðingar ná valdi yfir orkufyrirtækjum landsins, eins og þeir eru að gera núna, muni þeir akkúrat stórhækka verð bæði verð á heitu vatni og raforku til almennings.  Eins og var gert í Bólivíu og víðar.  Og íbúarnir sjálfir höfðu ekki efni á rafmagni lengur vegna ránsverðs. 

Hvað lætur fólk oft halda að það verði öðruvísi á Íslandi???  Eins og AGS og hinir níðingarnir verði vægari við okkur en önnur lönd?   Grunnhyggni.  Við erum ekki það spes. 

Elle_, 16.5.2010 kl. 01:37

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Elle. Já, einmitt okkar lága raforkuverð sjá þessir óprúttnu gróðapungar sem þeim mun betra sóknarfæri fyrir sjálfa sig!

Verum því VAKANDI, Íslendingar, því að lengi getur vont versnað.

Takið ykkur unga fólkið á myndinni hér til hliðar til fyrirmyndar! Það gengur ekki lengur að híma bara inni í stofu gónandi á sjónvarpið, meðan ríkið, landið og þjóðin eru í háska stödd.

Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 02:17

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Getur verið að knékrjúp,fyrir erlendu valdi og hótunum,séu óafmáanleg úr íslensku genunum. Eftir ára og aldalangan  undirlægjuhátt gagnvart erlendu valdi. Við ættum að geta ráðið því hvaða reglur gilda á eignarhaldi hér og marka þær,okkur til hagsbóta.  Elle takk fyrir góðan pistil, sjáumst von bráðar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2010 kl. 02:49

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spurning er hvort þetta sé fjármagnað frá EU að tilmælum Umboðs hæfs meirihluta ráðaherra Í Brussel.?

Viðskipti af þessu tagi við aðila utan EU heyra undir það að tryggja sem minnst kostnaðar verð af aðföngum til tækni og fullvinnslu innan EU. Sjá stjórnskipunarlög EU.

Júlíus Björnsson, 16.5.2010 kl. 08:33

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Færeyingar er með 48.000 dollar á mann, Ísland að stefna í 32.000 dollara.

Í hverju felst mismunurinn? 

Júlíus Björnsson, 16.5.2010 kl. 08:34

20 Smámynd: Elle_

Helga og Júlíus, takk.  Hvaðan valdsdýrkunin kemur, veit ég ekki, Helga, og held það sé nú bara dýrkun eins pólitísks flokks eða öllu heldur fylkingar, á EU.  Jóhanna, Össur og co. lúffa ógeðslega fyrir öllu sem þaðan kemur.  Hef ekki séð það í neinu öðru.  

Steingrímur og Össur voru nú ekki beint almennilegir við Bandaríkjamenn, sem voru þó í landinu að verja okkur, heldur gerðu lítið úr þeim.  Og Júlíus, ég veit ekki til að neitt fjámagn hafi komið til landsins frá MAGMA eða neinum öðrum út af kaupum þeirra í HS Orku. 

Elle_, 16.5.2010 kl. 11:41

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég stokkaði innlegg mín hér upp í næyja færslu á Vísisbloggi mínu: Með lögbrotum eru Reykjanesvirkjun og Svartsengi tekin af þjóðinni.

Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 13:13

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver fjámagnar MAGMA á Komandi EU efnahagsvæði

 EU Fjárfestingarbanki?  

Júlíus Björnsson, 16.5.2010 kl. 16:00

23 Smámynd: Elle_

Elle_, 16.5.2010 kl. 21:02

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá Ögmundi.

Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 23:25

25 Smámynd: Elle_

Júlíus, gleymdi að svara þér þarna síðast, en ég veit ekki svarið, nema held ekki að neinir peningar hafi komið frá MAGMA fyrir HS Orku.

Elle_, 16.5.2010 kl. 23:42

27 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta eru stjórnvöld í dag hvað er eiginlega í gangi þvílíkt vanhæfi fyrir finnst hvergi á byggðu bóliég er  búin að fá nóg af þessum fjórflokk sem er að rústa landi voru ef ekki hann þá náttúran sjálf sem við getum að sjálfsögðu ekki ráðið við en fjórflokkinn getum við drepið það er LÝÐRÆÐIÐ sem á og verður að drepa fjórflokkinn sem sagt við þjóðin eigum að taka í taumana og hætta að kjósa þetta yfir okkur!

Sigurður Haraldsson, 17.5.2010 kl. 23:19

28 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kaup Magma á HS Orku eru beztu fréttir sem Íslendingar hafa fengið í 18 mánuði. Icesave-stjórnin hefur verið dragbítur á endurreisn og raunverulega reynt að hindra atvinnulífið að skríða af stað aftur. Vonandi tekst afturhaldsseggjunum í VG ekki að hindra Suðurnesjamenn í að koma hreyfingu á staðnað ástand.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.5.2010 kl. 23:33

29 Smámynd: Elle_

Algerlega, Sigurður.  Já, hvers lags manneskjur erum við með í stjórn?  Við erum dregin um eins og fábjánar á asnaeyrunum.  Við heitum lýðveldi og á okkur er ekki hlustað.  Það er ekki tekið mark á skoðanakönnunum, sem segja að stærri hluti okkar vilji EKKI ganga inn í EU.  Og tillaga um kosningu um EU-umsókn var felld af Alþingi í hinu svokallaða lýðveldi.  Ef við svo endanlega fáum að kjósa, eftir að vitfirrt stjórn hefur eytt kannski 7 milljörðum í umsóknina, verður það EKKI bindandi, -þau felldu þá tillögu líka eins og ekkert.  Við kusum gegn Icesave og ráðum samt engu og endalaust halda vitskerrtir pólitíkusar að þeir geti bara samið um ólölegt Icesave.  En takk, Sigurður. 

Elle_, 17.5.2010 kl. 23:48

30 Smámynd: Elle_

Loftur, ég get alls ekki fallist á það og kalla söluna landssölu og vitfirringu.  Orkan ætti að vera í eigu þjóðarinnar og engra nema þjóðarinnar.  Og það sama gildir um allar auðlindir, fiskinn og vatnið. 

Elle_, 17.5.2010 kl. 23:51

31 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Elle, þú ert að taka undir hróp VG og annara kommúnista. Hvað merkir það annars að orkan eigi að vera í eigu þjóðarinnar ? Á þá að geyma hana í iðrum jarðar um alla framtíð ? Væri ekki ráð að biðja Eyjafjöll að hætta að spúa orkunni okkar upp í himin-blámann ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.5.2010 kl. 00:10

32 Smámynd: Elle_

Loftur, dettur ekki lengur í hug að taka undir með VG, trúi ekki lengur orði þaðan.  Ekki neinna pólitíkusa þessvegna.  Vil bara eindregið að ALLUR arður af auðlindunum fari í ríkiskassann og ekki í vasa neinna manna eða mafíósa, hvort sem kemur á undan.  Og mér er nokkuð sama hvort maðurinn eða mafíósinn, hvor heldur sem kemur fyrstur, býr eða fæddist í Laugarnesinu, Vesturbænum, Ísafirði, Kanada eða Rússlandi.  Og hvort hann er hvítur, fjólublár eða köflóttur. 

Elle_, 18.5.2010 kl. 00:20

33 Smámynd: Elle_

Jú, og mér finnst líka að okkar dýrðlegi jökull ætti að hafa vit á að hætta að gjósa svona endalaust og ergja menn og mýs. 

Elle_, 18.5.2010 kl. 00:27

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kröftugt og gott var innleggið þitt, Elle, kl. 23:48!

Ég vil þó taka fram, að ekki er ég andvígur eignarhaldi sveitarfélaga á orkulindum og heldur ekki andvígur eignarhaldi einstaklinga og samlaga á hitaveitum og smærri rafstöðvum, einkum í eignarlandi bænda. Ég verð ekki kommúnisti á einni nóttu, eins og þú sérð hér, Loftur! En ég er heldur ekki svo forstokkaður fylgismaður kapítalisma, að ég taki afstöðu gegn þjóðareign á stórum orkufyrirtækjum.

Jón Valur Jensson, 18.5.2010 kl. 02:13

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríkisjóður er með bakveð í öllum veðbandalánum almennings sem bera 8,2% raunvaxtakröfu gagnvart lántaka, vertryggð fyrir greiðslu erfiðleikum síðar á lánstíma [almennt] allt uppurið úr síðast græðiskast. Hvað tekur mörg ár að neyðast til að virkja allt sem hægt er liggur beinast við spyrja. 53% þjóðarinnar er starfandi og það þrátt fyrir atvinnleysið er fleiri starfandi en í Ríkjum EU.

Raunvextir á veðbandlánum almenningi í eigin húsnæði eru þeir sömu og síðustu aldirnar. Núna í UK 1,77% 1,99%. Miðað við þroskuðu þjóðirnar  eru Íslendinga búnir að borga upp lánin sín ef verðbólga er 2,5% [hún er verðtryggð að hluta gagnvart bankanum á kostnað veð lántaka] þegar lánið er hálfnað. Þetta mun líka hafa gilt hér á verðbólgu tímunum.  

Júlíus Björnsson, 18.5.2010 kl. 04:24

37 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú ferð ekki rétt með staðreyndir Elle og virðist lesa bara fyrirsagnir. Í fréttunum sem þú vísar til segir:

 

Hlutur okkar gæti orðið stærri, en þetta var sá hlutur sem var í boði núna. Eftir að þetta skref klárast gætu skapast tækifæri til að auka eignarhlut okkar lítillega en við verðum bara að horfa á þau þegar þau bjóðast.

 

Framsalið gildir í 65 ár og eiga eigendur HS Orku rétt á viðræðum um framlengingu réttarins þegar helmingur umsamins afnotatíma er liðinn.

 

Magma Energy hafði alltaf áhuga á að kaupa stærri hlut og orkuleigan var til 65 ára eins og enn er í gildi. Kaupverð þess eignarhlutar sem Magma Energy kaupir núna er 16 milljarðar. Þar af 6,5 milljarðar í beinhörðum peningum og 6,3 milljarðar í yfirtöku skuldabréfs. Það er því rangt að við kaupin komi engir peningar inn í hagkerfið.

 

Það er viturlegt að afla sér vitneskju um heldstu atriði málsins, áður en rokið er fram með fullyrðingar. Hér koma fram nokkrar nauðsynlegar staðreyndir:

 

 

Útlendingar löngu komnir í HS

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vetur hefur HS Orka verið meira og minna í eigu erlendra fjárfesta allt frá því að gengið var frá sölu íslenska ríkisins á Íslandsbanka í hendur erlendra kröfuhafa bankans síðastliðið haust. Einkavæðing Íslandsbanka leiddi þannig til þess að erlendir fjárfestar náðu í raun undirtökunum í HS Orku og salan á hlut GGE á hlutnum í gær er í raun viðskipti milli tveggja erlendra fyrirtækja.

Geysir Green Energy, sem var stærsti hluthafi HS Orku þangað til gengið var frá sölu eignarhlutarins til Magma, hefur átt í rekstrarerfiðleikum en Íslandsbanki er stærsti kröfuhafi félagsins. Auk þess er bankinn einn stærsti eigandi að GGE í gegnum ráðandi eignarhlut sinn í Glacier Renewable Energy Fund, en Íslandsbanki sér jafnframt um rekstur þess sjóðs. GRE á 40% í GGE. Atorka á 41% í GGE. Stærstu kröfuhafar Atorku, Íslandsbanki og Landsbanki, fara með stjórn þess.

 

Á hluthafafundi GGE í janúar var ný stjórn skipuð eingöngu af fulltrúum Íslandsbanka. Þar með treysti bankinn endanlega tökin á félaginu og eins og greint var frá í Morgunblaðinu þá var eignasala boðuð í kjölfarið til þess að grynnka á skuldum. Var talað um að ganga hratt til verks í þeim efnum. Meðal helstu eigna GGE á þessum tíma var HS Orka en félagið á ennþá Jarðboranir auk erlendra jarðhitaverkefna. Samkvæmt heimildum blaðsins nemur skuld GGE við Íslandsbanka um 25 milljörðum króna.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.5.2010 kl. 13:11

38 Smámynd: Elle_

Loftur, það er í alvöru ekki þannig að ég lesi ekki inni í fréttinni líka.  Hinsvegar segi ég að Magma hafi blekkt þegar þeir sögðust ekki ætla að eignast ráðandi hlut.  Og það er alvarlega málið.  Nú hafa þeir náð hátt í 100% hlut í orkuveitunni.   Og minnst 1/2 aldar afnotarétti á auðlind landsins og kannski í yfir heila öld.  Það kalla ég landsölu til gróðapunga og ófyrirgefanlegt.   Menn eru að sölsa undir sig auðlindir landsins eins og AGS vill og ég skil ekki að þú verjir AGS stefnuna. 

Og ég fullyrði að þeir hafi verið að blekkja í júlí sl. þegar þeir sögðust ekki stefna að ráðandi hlut.  Og þó þú getir þarna bent á að þeir hafi sagt: Eftir að þetta skref klárast gætu skapast tækifæri til að auka eignarhlut okkar lítillega, þýðir það engan veginn ráðandi hlutur.   Þeir eru að leggja alltof lítið í fyrirtækið og kallast ekki að mínum dómi að þeir fjármagni kaupin sjálfir.  



Kannski væri það þolanlegt, ef það væri lítill hluti og skiptur hluti og bara ef ríkið gæti ekki rekið hlutinn.  Kannski líka í lagi að bæjarfélögin eigi vissan hluta.  Loftur, ég get engan veginn sættst á gríðarlegt, og já gróft, framsal á auðlindum landsins, í AGS stíl, og skiptir þar engu um hvort kaupandinn er erlendur eða íslenskur.

Elle_, 18.5.2010 kl. 15:02

39 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér má finna skýringuna hversvegna Svíþjóð er Þroskuð en Íslandi [H.Í] er
ennþá á þroskastigi. 

 http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Júlíus Björnsson, 19.5.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband