FELLUM ICESAVE. STEFNUM ICESAVE-STJÓRNINNI.

Engin rök af viti hafa komiđ fram fyrir ICESAVE ólögunum.  Engin ríkisábyrgđ er á ICESAVE og má ekki vera samkvćmt lögum og stjórnarskrá.  Heill hópur erlendra og innlendra lögmanna hefur fćrt rök gegn ríkisábyrgđ.  En ICESAVE-STJÓRNIN er ekki í neinum erfiđleikum međ ađ brjóta lög og stjórnarskrá gegn okkur og vađa yfir Hćstarétt svo gróflega ađ hlýtur ađ falla undir valdarán miđađ viđ lög um ţrískiptingu valdsins. 

ICESAVE máliđ allt er eitt ljótt og risastórt kúgunarmál og mun aldrei liđast ađ alţingi eđa stćrri hluti ţjóđarinnar geti kosiđ lögbrot yfir minnihlutann.  Stjórnarskráin ver okkur gegn slíku ofbeldi og ranglćti nema ţegar stjórnmálamenn brjóta hana.  Og ţađ fara sumir ţeirra létt međ og hafa líka óskiljanlega komist upp međ.  Nú er mál ađ linni.  Hvar er ríkissaksóknari??

ICESAVE-JÁMENN hafa í alvöru ekki sterkari rökstuđning en ađ kúgunin ICESAVE 3 sé skárri en
kúgunin ICESAVE 2 og ađ forysta flokksins ţeirra, Samfó, Sjálfstćđisflokks og VG, vilji ađ ţau segi já og ađ viđ ćttum ađ halda friđi viđ meint vinaríki sem kúga okkur eins og viđ vćrum nýlenda ţeirra.  Og loks lygin sem var notuđ í ICESAVE 1 og 2 um ađ landiđ sykki í sć ef viđ sćttum okkur ekki viđ nauđungina.  En ţetta eru engin rök.  Viđ sukkum ekki og munum ekkert sökkva nema viđ tökum á okkur ICESAVE: Lögsagan í málinu mun verđa fćrđ til Englands og ţađ verđur notađ.   

Nokkrir Sjálfstćđismenn sem voru harđir á móti ríkisábyrgđ á ICESAVE hafa nú snúist af ţví foringinn vill ađ ţeir samţykki nauđungina yfir okkur á gaddfrosnum og gruggugum  forsendum.  Og ţiđ vitiđ hvađ varđ af Steingrími stjórnarandstćđingi sem var grjótharđur gegn bćđi AGS og ICESAVE en fór gjörsamlega á hvolf viđ valdatökuna í apríl, 09.  Forysta flokkanna 3ja veđur villu vegar og vill kannski ekki rannsókn á sakamálinu ICESAVE eđa vill kannski bara halda valdastólum.  Ţađ er EKKI nćg ástćđa til ađ börnin okkar ábyrgist glćpaskuldir. 

Ţađ verđur ađ skođast sem ansi grunsamlegt ađ stjórnmálamenn geti ekki og vilji ekki verja okkur gegn erlendum ólöglegum og rakalausum kröfum um ríkisábyrgđ eins og stjórnvöld venjulegra landa myndu vissulega gera.  Ţegar lögin segja EKKI RÍKISÁBYRGĐ og stjórnarskráin segir EKKI RÍKISÁBYRGĐ verđur ţađ ađ ţýđa EKKI RÍKISÁBYRGĐ.



From the EEA/EU directive 94/19/EC,

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized."



77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:

Skattamálum skal skipađ međ lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörđun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eđa afnema hann. Enginn skattur verđur lagđur á nema heimild hafi veriđ fyrir honum í lögum ţegar ţau atvik urđu sem ráđa skattskyldu.  

FELLUM ICESAVE.  STEFNUM ICESAVE-STJÓRNINNI.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband