Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

EVRÓPURÍKIÐ MUN HAFA ÆÐSTA VALD.

HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ UNDANÞÁGUR?
HVER MUN FARA MEÐ ÆÐSTA VALD?

european union cartoons, european union cartoon, european union picture, european union pictures, european union image, european union images, european union illustration, european union illustrations

Alltaf finnst mér jafn-merkilegt þegar Evrópuríkis-inngöngusinnar stagast út í hið óendanlega á undanþágunum sem við munum fá við inngöngu í Evrópuríkið.  Eða yfirtöku öllu heldur.  Hvaða máli geta undanþágur skipt fyrir okkur?  Ekki nokkrum sköpuðum hlut.  Hvað ætlum við að gera þarna inn ef við þurfum undanþágur fyrir að fá af þeirra náð að vera enn sjálfstætt ríki??  Og fyrir utan það er vitað að engar varanlegar undanþágur fáist þarna.   Halda menn sig kannski þá fyrst verða menn með mönnum??  Ætlum við að gangast undir erlent ríki og miðstýringarveldi fyrir nokkrar ýsur sem eru okkar??

Engu máli skiptir heldur fyrir afkomendur okkar næstu aldirnar hvað stendur í lögunum akkúrat núna, hvort lögin þar eru elskuleg, fáránleg eða vond.  Og enn síður skipta undanþágur sem endast
ekki, nokkru einasta máli.  Og þó okkur væri sagt að við fengjum óendanlegar og ævarandi undanþágur, væri það galtómt og rakalaust þvaður.  Lykilatriðið liggur í að lögum getur verið breytt og eytt og ný lög sett að vild stjórnvalda þar, ekki okkar.  Við munum ekki hafa neitt vægi.  Þeir munu jú fara með æðsta vald, ef við verðum svo vitlaus að fara þangað inn og þar með gefa stórríkinu eftir fullveldi okkar. 

Does European law override national law?
Yes it does.

Is this stated in the Constitution?   Yes.
Is this anything new?   No.


The principle of European law overriding national law has actually been around since 1963, when it was decided that European law could not be applied in different ways in the Member States, without fundamentally undermining any chance of acheiving the Treaty objectives.

Treaty objectives are agreed by the member governments when a new Treaty is being drafted. The EU can only propose new laws to fulfill the completion of those Treaty objectives, and should not come out with measures outside of that framework.


http://www.europeanlawmonitor.org/EU-Information/EU-Legal-Principles/
EU-Law-Does-European-Law-Override-National-Law.html


Geta Jóhanna og Össur og co. ekki bara pakkað ofan í töskur og flutt?  Og leyft okkur hinum að vera í friði??


FORSETINN EINN VER OKKUR.

FORSETINN EINN VER OKKUR.
 
Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson announces on January 5, 2010 in ReykjavÌk in a speech televised to the nation that he would not sign a controversial bill to compensate the British and Dutch governments over the failure of Icesave bank, instead
 

FORSETI ÍSLANDS Í CNN: Bretar og Hollendingar halda enn uppi ósanngjörnum kröfum gagnvart Íslandi

Skuldir sem hafa orðið til vegna misgjörða einkabanka eigi ekki að lenda á almennum borgurum.  Það segir forsetinn í CNN-viðtali.  Og svo ráðast sumir að forsetanum og vilja að hann verði settur í farbann, eins fáránlega og það nú hljómar.  Maðurinn hefur varið okkur gegn fjárkúgun stórvelda og gegn okkar eigin ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokkum.  Hann hefur fullt leyfi til að tala um Icesave eins og hver önnur mál.  Núverandi ríkisstjórn ætlaði að koma nauðunginni yfir okkur og er óhæf að verja okkur.

Forsetinn stendur fastur á því í þessu sama kröftuga CNN-viðtali, að það sé engin ríkisábyrgð á Icesave og hafi aldrei verið.  Hann segir, að Bretar og Hollendingar hafi ekki viljað kannast við málið eins og það var.

Elle Ericsson.

    

Svo sannarlega var ærin ástæða til að vísa málinu í þjóðaratkvæði, þegar mælirinn var fullur hjá þessum Icesave-stjórnvöldum okkar. Forsetinn hafði fulla lagaheimild til að synja ólögum þeirra frá 30. des. 2009 staðfestingar og fela þjóðinni úrslit málsins. Nú heldur hann réttilega áfram varðstöðunni um lífshagsmuni og réttindi Íslands. Það er gleðilegt, að forsetinn stendur með þjóðinni.

Jón Valur Jensson

 
 
FORSETINN Í KRÖFTUGU CNN-VIÐTALI.

Icesave-hluti viðtalsins í textaformi:
 
Sorglega hefst samtal CNN fréttamannsins við forsetann á spurningunni hvers vegna okkur gangi svona illa að semja við Breta og Hollendinga um endurgreiðslu á Icesave.  Og þó forsetinn hafi svarað að það væri engin ríkisábyrgð á Icesave, spurði fréttamaður CNN samt næst hvort það væri spurning um vexti af lánunum.  Eins gott ég var ekki þarna með honum. 
 
Nú sést það einu sinni enn svart á hvítu hvað íslenska og skammarlega ICESAVE-STJÓRNIN hefur staðið sig illa í að standa með okkur í þessu óþolandi máli.  Og þau sem ættu að vera að vinna fyrir okkar hag og skýra málstað okkar erlendis eins og forsetinn einn hefur gert.  Nei, það þarf alltaf forsetann í verk verjanda okkar.  Þau brjóta niður jafnóðum og hann ver okkur.  

CNN-VIÐTALIÐ:
FRÉTTAMAÐUR CNN: I first want to get an update from you on the banking situation in Iceland.  Why has your country still been unable to reach an agreement with the UK and the Netherlands on how to repay them after the Icesave failure? 

FORSETINN: Primarily because the Netherlands and Britain are still sticking to very unreasonable demands and they do not want to recognize that these were ultimately private banks and there was no state guarantee behind these banks, so the main problem has been that - maybe for political reasons in Britain and the Netherlands - they have not been willing to look at the issue as it really was.
 
FRÉTTAMAÐUR CNN: Now, is the issue over the interest rate to the LOANS, is that the main sticking point?

FORSETINN:  Well, the primary issue is this - these were private banks that were operating on their own in the European market and we have said all along that we should not have a system where, if a private bank is successful, the bankers and the shareholders reap a huge profit, but if it fails, the bill should be sent to ordinary people in their home country, farmers and fishermen and teachers and nurses and doctors.  And it is absolutely essential that the authorities in Britain and the Netherlands realize that the European regulations were, and still are, of such a nature that there is not a state guarantee behind the private banks - that´s the fundamental principle of the European financial market. 

FRÉTTAMAÐUR CNN: A lot of the taxpayers in your country are saying - we don´t want to pay for the mistakes of the private banks, but those banks are now nationalized - the three largest banks are nationalized now.  Can they follow the new Basel III regulatins that just came out this weekend, can they raise enough capital reserves to, hopefully, not be able to go through this again?

FORSETINN: We have very successfully divided the banking system between what remains of the old banks and the new banking system in Iceland which primarily serves the Icelandic economy and it´s only one of those banks that remains a state bank, the other two are in the hands of private entities.  So in a way, giving the big challenge following the collapse of the banking system, we have managed very well in the last two years to reconstitute a responsible and effective banking system, which at the moment is serving rather well. 

E.E. tók saman.
 

GETA EKKI STAÐIÐ Í LAPPIRNAR.

GETA EKKI STAÐIÐ Í LAPPIRNAR.

Protesters in Reykjavik March 6 demand that the government do more to improve economic conditions in Iceland.

Protesters in Reykjavik March 6 demand that the government do more to improve economic conditions in Iceland

Hvað ætli Bjarni Ben sé að vísa í þegar hann segir í fréttinni að neðanverðu:  "Nú hefur þegar verið boðin ríkisábyrgð og vextir. Ef það dugar ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðnum má hann fara héðan út".  Mann skal ekki undra þó, hann hefur alltaf verið hálf-aumlegur í málinu og aldrei verið nógu harður gegn, endalaust verið hálft í hvoru með og hálft í hvoru ekki með og kannski með og kannski ekki eða setið hjá eins og hann gerði í fyrri Icesave-nauðunginni sem var undirrituð 2. september, 09.  50/50 maður og aldrei með mótaða og þroskaða stefnu í málinu.  Og í nóvember, 08 talaði hann fyrir ríkisábyrgð á Icesave í ræðu.   Menn sem vilja semja um Icesave eru meðvirkir ICESAVE-STJÓRN Jóhönnu og Steingríms. 

Hvar er hin harða afstaða gegn Icesave sem flokkurinn lýsti yfir fyrir skömmu??  Það telst ekki hörð afstaða að vera sífellt semjandi við þrjóta um ólögmæta kröfu.  Hann og hans flokkur eru alls ekki ein um það þó.  Hver einasti flokkur í Alþingi er meðsekur.  Ætlar hann og hinir viljugu Icesave-semjendurnir ekki að fara að standa í lappirnar eins og menn??  Hættið að semja um Icesave.  Hættið að vera endalaust að draga niður alþýðu landsins og þvæla með Icesave-vitleysuna.  Við skuldum ekki óþverrann og sættum okkur heldur ekki við neina hálfa ríkisábyrgð á neinni nauðung.  Enda kolfelldum við Icesave í mars sl. með yfir 90% NEI-um. 
 

SAGÐIR MISNOTA STÖÐU SÍNA Í STJÓRN AGS.


FORGANGSMÁL ICESAVE-STJÓRNARINNAR.

FORGANGSMÁL ICESAVE-STJÓRNARINNAR.

Enn er mótmælt á Austurvelli, nú undir norskum fána.<br /><em>mbl.is/Kristinn</em>

Hvað í veröldinni vill ríkisstjórnin enn ræða um Icesave?  Fullkomlega ólöglega kröfu bresku og hollensku ríkisstjórnanna studda af bakhjarli þeirra Evrópusambandinu og án nokkurs dóms.  Krafa vegna skuldar sem íslensk alþýða hafði ekkert með að gera og kemur okkur ekki við.  Felldum við landsmenn, hið svokallaða lýðveldi, ekki annars Icesave-nauðungina í mars sl.?  Jú, Icesave var kolfellt með yfir 90% NEI-atkvæða þjóðarinnar eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir kröfu Evrópustjórnanna og íslensku ríkisstjórnarinnar núverandi gegn okkur.  Og núna stærir ríkisstjórnin sig af efnahag landsins.  Ætli við værum ekki í nokkuð verri stöðu ef stjórnin hefði náð að pína Icesave í gegn??

Við eigum enga peninga og ríkisstjórnin heimtar Icesave, 500 - 1000 milljarða ólöglega rukkun 2ja heimsvelda.  Stjórnvöld skerða lífeyri eldri borgara og læknaþjónustu og draga úr landvörnum og hafa nú þegar lagt niður Varnarmálastofnun.  Og vilja samt koma gríðarlegri nauðungarskuld yfir fólkið.  Og enn skulda Björgólfsfeðgar og Jóhannesarfeðgar yfir 1000 milljarða samanlagt og hafa samt fengið ótrúlegar niðurfellingar himinhárra skulda við íslensku bankana.  Og blöskranlegan og sjokkerandi stuðning pólitíkusa við gagnaveitu og stórfyrirtækjabrölt þeirra.

Mennsk stjórn tekur ekki lífeyri, læknaþjónustu og öryggi af þegnunum til að geta borgað yfirgangsveldum ólöglega rukkun og sóað peningum í umsókn inn í bandalag sömu velda.  Og jafnóðum og völdum mönnum eru gefnir yfir 1000 milljarðar á kostnað þegnanna.  Það ætti að fara fram rannsókn á hvað veldur hinni svívirðilegu mismunum gegn þegnum landsins af höndum bankastjórna og stjórnvalda.  Það verður líka að fara fram rannsókn á öllum framgangi núverandi ríkisstjórnar, ICESAVE-STJÓRNARINNAR, í Icesave málinu öllu.  Stjórnarandstaðan hefði getað farið fram á slíka rannsókn o
g þó löngu fyrr hefði verið.  En stjórnarandsaðan er víst hálfdauð.  Orðið ´steindauð´ hefur líka heyrst. 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/02/markmidid_mun_betri_samningur/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband